VALHLUTI
1
Hvað veldur slagi
2
Hvað má gera til að koma í veg fyrir slag
3
Meðferð við bráðaslagi
4
Vissir þú
5
Um
Fara aftur á Um okkur síðuna
Ferli
0%
Lokið
Hvað veldur slagi?

Blæðingarslög eru ekki svo algeng og eru um 15% af öllum tilfellum slags.

Slag stafar því oftast af því að tappi stíflar slagæð í heilanum.

Til að koma í veg fyrir slag er ábyggilega gott að spyrja sig hvernig þessi tappi myndaðist og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að það gerist. Í mjög einföldu máli er orsök blóðtappa í flestum tilvikum annað hvort: Veikar slagæðar eða blóð sem storknar meira en venjulega.

Blóðstorknun

Margar ástæður eru fyrir því að líklegra sé að blóðið myndi blóðtappa. Má þar nefna erfða- eða hormónaójafnvægi eða skemmdir á æðum sem virkja storknunarkerfi.

Stærsta ástæðan fyrir því að sjúklingar sem hafa fengið slag þróa með sér blóðtappa er í raun tengd hjartavandamálum, hvort sem þú trúir því eður ei.

Blóð sem rennur ekki en er þvingað til að vera kyrrstætt hefur mikla tilhneigingu til að storkna. Aðallíffærið sem ber ábyrgð á blóðstreymi er hjartað. Ef hjartað virkar eðlilega, eins og sést á myndinni vinstra megin, streyma rafboðin á stöðugan hátt. Þetta þýðir að hjartað getur dælt taktfast og sent allt blóð sem það fær aftur út í líkamann. Sjúkdómur sem kallast gáttatif getur valdið því að hjartað sendir óregluleg rafboð um hjartað sem þýðir að það dælir ekki taktfast, eins og sjá má á myndinni hér til hægri.

Stærsta vandamálið við þetta er að fyrir vikið tæmir hjartað ekki alltaf allt blóð úr hjartanu við hvert slag, sem veldur því að blóð situr eftir og safnast fyrir í hjartanu.

Það er slæmt ef blóð safnast fyrir því að það sem þá gæti auðveldlega gerst er að blóðtappi myndist og næst þegar hjartað slær verður þessum blóðtappa mögulega dælt upp í heila og það veldur slagi.

Sjúklingar með þennan sjúkdóm þurfa að taka blóðþynningarlyf til langframa til að koma í veg fyrir að blóðtappar myndist.

Íslenska
Ísland
Íslenska
Ísland
Sjálfvalið
Argentína
Brasilía
Búlgaría
Kanada
Chile
Kólumbía
Króatía
Tékkland
Ekvador
Georgía
Þýskaland
Grikkland
Ungverjaland
Ítalía
Kasakstan (rússneska)
Kasakstan (kasaska)
Kyrgistan
Litháen
Lettland
Malasía
Moldóva
Perú
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Singapúr
Slóvakía
Suður-Afríka
Spánn (spænska)
Spánn (katalónska)
Taívan
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Bretland
Úkraína
Úsbekistan
TAKA ÞÁTT

UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software