ÁHRIF VERKEFNISINS
Markmið FAST hetju verkefnisins er að hvetja til vitundarvakningar hjá fjölskyldum um einkenni heilaslags. Hér fögnum við því hversu vel hefur tekist til um allan heim.
ÞETTA VIRKAR!
Átakið hefur verið innleitt með farsælum hætti í fjölda skóla um allan heim. Rannsóknir sýna að tekist hefur að miðla þekkingu frá börnum til fjölskyldna þeirra.
FYRIR innleiðingu %
EFTIR innleiðingu %
38%
85%
Þekking á að minnsta kosti 3 einkennum slags.
40%
100%
Þekking á því í hvaða númer eigi að hringja í til að panta sjúkrabíl.
Þetta er frábær árangur, þó við segjum sjálf frá! Ef einhver í fjölskyldu barnanna í þínum skóla fær slag þá má rétt ímynda sér hvað þetta getur skipt miklu máli.
Slag getur rænt fólk lífinu - eflum börnin okkar til að miðla þekkingu og koma á breytingum.
RANNSÓKN ÚR SKÓLUM Í GRIKKLANDI
LÍFSBJÖRGUNARSÖGUR
Hér að neðan má finna sannar sögur af fólki sem tekið hefur þátt í FAST hetju verkefninu og í kjölfarið bjargað mannslífi.
LÍFSBJÖRGUNARSÖGUR
Hér að neðan má finna sannar sögur af fólki sem tekið hefur þátt í FAST hetju verkefninu og í kjölfarið bjargað mannslífi.
-
+
Olga Tserklevich

Olga bjargaði lífi ömmu sinnar, Svitlönu, þegar hún tók eftir amma hennar sýndi einkenni heilaslags. Olga hafði tekið þátt í FAST hetju verkefninu, hún þekkti því einkennin um leið og lét foreldra sína vita. Þau hringdu í sjúkrabíl og vegna skjótra viðbragða Olgu, batnaði ömmu hennar fljótt og þurfti aðeins að liggja á sjúkrahúsi í sex daga.

-
+
Samko & Petko Brnak

Samko og Petko búa með ömmu sinni og einn daginn tóku þeir eftir því að hún gæti ekki hreyft aðra hlið líkamans. Þeir höfðu farið í gegnum FAST hetju verkefnið og þekktu því einkennni heilaslags. Þeir létu foreldra sína vita og þau hringdu í sjúkrabíl. Þannig björguðu þeir lífi ömmu sinnar.

-
+
Emka Horvathová

Emka fæddist með milda þroskahömlun en hún hamlaði ekki Emku þegar hún bjargaði lífi afa síns. Hún tók eftir því að afi hennar gat ekki svarað henni þegar hún talaði við hann og munnurinn á honum var skakkur. Emka lét ömmu sína vita um leið og sagði henni að hringja í lækni. Þarna bjargaði Emka lífið afa síns þökk sé FAST hetjunum.

-
+
Darya Kovtun

Daryu fannst ótrúlega gaman að læra um FAST hetjurnar og naut þess að deila þekkingu sinni með fólkinu í kringum sig. Þegar amma hennar veiktis hringdi Darya strax í sjúkrabíl. Númerið þekkti hún vel eftir að hafa tekið þátt í FAST hetju verkefninu. Sem betur fer fékk amma hennar Daryu ekki heilaslag en í ljós kom að hún var með of háan blóðþrýsting.

-
+
Ninka Ivančíková

Ninka kenndi ömmu sinni allt sem að hún hafði lært um einkenni heilaslags og hvernig bregðast eigi við þeim eftir að hún hafði sjálf tekið þátt í FAST hetju verkefninu. Hún gaf ömmu sinni einnig veggspjald með FAST hetjunum og upplýsingum um einkenni slags sem amma hennar hengdi á ísskápinn. Amma hennar þekkti því einkennin og bjargaði lífi afa Ninku þegar hann fékk heilaslag stuttu síðar.

-
+
Angelos Sidiropoulos

Angelos var að fagna nýju ári með fjölskyldu sinni þegar afi hans hóf að sýna einkenni heilaslags. Angelo þekkti einkennin um leið! Hann hljóp til mömmu sinnar og sagði henni að hringja í 112 alveg eins og hann hafði lært í FAST hetju verkefninu.

-
+
Teodor Oprea Mihail

Teodor bjargaði lífi ömmu sinnar þegar hann áttaði sig á því að hún væri að fá heilaslag. Hann tók eftir því að amma han gæti ekki talað eðlilega og að andlit hennar var farið að síga. Teodor hringdi um leið í 112 eins og hann hafði lært í FAST hetju verkefninu og bjargaði þannig lífi ömmu sinnar.

-
+
César Castro Montero

Tveimur árum eftir að César tók þátt í FAST hetju verkefninu sá hann að andlit ömmu hans var sigið og hún átti erfitt með að tjá sig. Hann hringdi strax í 112 og lét vita að amma hans væri að fá heilaslag. Með skjótum og réttum viðbrögðum bjargaði César lífi ömmu sinnar.

-
+
Alexandra Csuporiová

Alexandra brást hárrétt við þegar hún tók eftir því að amma hennar átti erfitt með að tjá sig og Alexandra skildi ekki hvað hún var að segja. Hún þekkti einkenni heilaslags eftir að hafa tekið þátt í FAST hetju verkefninu og hringdi strax í 112 og lét vita hvað væri að koma fyrir ömmu hennar. Þannig bjargaði hún lífi hennar.

-
+
Konstantinos Nikakis

Konstantinos var með afa sínum þegar hóf að sýna einkenni heilaslag. Hann hljóp strax eftir hjálp til ömmu sinnar. Konstantinos þekkti strax einkennin eftir að hafa tekið þátt í FAST hetju verkefninu og bjargaði þannig lífi afa síns.

-
+
Daria Boboșilă

Barnfóstra Dariu, eldri kona, sótti hana í skólan á hverjum degi. Einn daginn þegar hún sótti hana tók Daria eftir því að henni leið ekki vel. Barnfóstran gat ekki tjáð sig eðlilega og myndað orð og eftir að hafa tekið þátt í FAST hetju verkefninu grunaði Dariu að hún væri að fá heilaslag. Hún sagði barnfóstrunni að fara strax til læknis. Sem betur fer var hún ekki að fá heilaslag en í ljós kom að hún þjáðist af of háum blóðþrýstingi.

-
+
Benedek Bor

Benedek nýtti það sem hann hafði lært í FAST hetju verkefninu þegar hann aðstoðaði slasaði konu. Hann hvatti mömmu sína til að hringja í sjúkrabíl svo konan gæti fengið þá hjálp sem hún þurfti. Þegar sjúkrabíllinn kom á staðinn var Benedek hrósað fyrir hugrekki sitt.

-
+
Agnieszka Puk

Angnieska hefur kennt FAST hetju verkefnið og í kjölfar þess að faðir hennar lést af völdum heilaslags hóf hún að deila þekkingu sinni víðar. Hún upplýsti til að mynda vinkonu sína um einkenni slags. Dag einn fékk Agnieska skilaboð frá þessari sömu vinkonu þar sem hún þakkaði henni fyrir samtal þeirra um einkenni heilaslags. Það samtal hafi bjargað lífi eiginmanns hennar þega hann fékk heilaslag stuttu síðar.

Íslenska
Ísland
Íslenska
Ísland
Sjálfvalið
Argentína
Brasilía
Búlgaría
Kanada
Chile
Kólumbía
Króatía
Tékkland
Ekvador
Georgía
Þýskaland
Grikkland
Ungverjaland
Ítalía
Kasakstan (rússneska)
Kasakstan (kasaska)
Kyrgistan
Litháen
Lettland
Malasía
Moldóva
Perú
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Singapúr
Slóvakía
Suður-Afríka
Spánn (spænska)
Spánn (katalónska)
Taívan
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Bretland
Úkraína
Úsbekistan
Bandaríkin
X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
HLEÐUR
Loka
Smella til að spila
Loka
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software