VALHLUTI
1
Hvað veldur slagi
2
Hvað má gera til að koma í veg fyrir slag
3
Meðferð við bráðaslagi
4
Vissir þú
5
Um
Fara aftur á Um okkur síðuna
Ferli
0%
Lokið
Hvað veldur slagi?

Blæðingarslög eru ekki svo algeng og eru um 15% af öllum tilfellum slags.

Slag stafar því oftast af því að tappi stíflar slagæð í heilanum.

Til að koma í veg fyrir slag er ábyggilega gott að spyrja sig hvernig þessi tappi myndaðist og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir að það gerist. Í mjög einföldu máli er orsök blóðtappa í flestum tilvikum annað hvort: Veikar slagæðar eða blóð sem storknar meira en venjulega.

Veikar slagæðar

Þú hefur kannski heyrt um hugtakið æðakölkun. Ef ekki, ekki hafa áhyggjur, svona talar læknar um slagæðasjúkdóma.

Hugsaðu um slagæðarnar þínar eins og garðslöngu.

Kraninn er hjartað sem dælir vökva í slönguna (slagæðarnar þínar). Eini munurinn á slagæðunum og garðslöngunni er að vökvinn (blóðið) fer ekki út úr kerfinu. Hann er í blóðrásinni og flytur súrefni og næringarefni á þá staði sem þörf er á.

Ímyndaðu þér nú hvað kemur fyrir slönguna ef annar endinn er lokaður og þrýstingurinn úr krananum er aukinn. Þrýstingurinn mun aukast þar sem vökvinn kemst ekki út. Til skemmri tíma er slangan vonandi nógu teygjanleg til að ráða við aukinn þrýsting en ef þetta heldur áfram til lengri tíma gætu sprungur farið að myndast á slöngunni. Ef slangan sem er undir þrýstingi er skilin eftir í sólinni þá verður hún sérlega hörð og ósveigjanleg. 

 

Slagæðakerfið þitt er nákvæmlega eins.

Ef þrýstingurinn á slagæðarnar er aukinn einhverra hluta vegna (eins og til dæmis þegar íþróttaliðið þitt skorar mark) geta slagæðarnar ráðið við það vegna þess að þær eru teygjanlegar. En ef þessum aukna þrýstingi er viðhaldið í lengri tíma eða árum saman gæti stöðugur þrýstingurinn orðið til þess að litlar sprungur myndist í slagæðaveggjunum.

Til allrar hamingju býr líkaminn yfir nokkru sem getur lagað þessar sprungur. Þetta „nokkuð“ kallast kólesteról. Við þurfum kólesteról þar sem það lagar frumuveggi og skemmdir sem orsakast af háum blóðþrýstingi eins og í dæminu hér að ofan.

Vandamálið er að ef þrýstingurinn er viðvarandi, eða ef þú ert með of mikið kólesteról, gætu litlu sárin safnað saman meiru kólesteróli. Önnur efni geta einnig bæst við og gæti slagæðaveggurinn þá orðið þykkari og minna teygjanlegur. Hann gæti orðið svo lítið teygjanlegur að ef þetta heldur áfram gæti slagæðin stíflast að fullu. Einnig gerist það stundum að skánin sem myndast í slagæðaveggnum getur orðið óstöðug og losnað og borist með blóðinu og stíflað slagæðina einhvers staðar í heilanum. 

Íslenska
Ísland
Íslenska
Ísland
Sjálfvalið
Argentína
Ástralía
Brasilía
Búlgaría
Kanada
Chile
Kólumbía
Króatía
Tékkland
Ekvador
Þýskaland
Grikkland
Ungverjaland
Ítalía
Kasakstan (rússneska)
Kasakstan (kasaska)
Kyrgistan
Litháen
Lettland
Malasía
Mexíkó
Moldóva
Perú
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Singapúr
Slóvakía
Suður-Afríka
Spánn (spænska)
Spánn (katalónska)
Bretland
Úkraína
Úsbekistan
Bandaríkin
X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink Web Software