Til baka
EVRÓPA
Angels Initiative ræður til sín ofurhetjur

OFURHETJAR RÁÐNAR TIL STARFA

Samkvæmt Alþjóðasamtökunum um slag (World Stroke Organization) mun eitt af 4 okkar frá slag á lífstíð sinni. WSO greinir okkur einnig frá að meðhöndla megi slag. Í mörgum löndum er þetta ekki raunveruleiki enn sem komið er þar sem mjög fáir sjúklingar fara á sjúkrahús sem gæti veitt þeim rétta meðferð og enn færri sjúklingar mæta á réttum tíma til meðferðar sem gæti hjálpað þeim að slagið af og ganga út af spítalanum af sjálfsdáðum.

Undanfarin þrjú ár hefur Angels Initiative unnið hörðum höndum að því að tryggja að fleiri „sjúkrahús séu tiltæk með viðeigandi meðferð við slagi“ svo að sjúklingar hafi aðgang að þeirri umönnun sem þeir eiga skilið. Við erum einnig að vinna hörðum höndum að því að sjá til þess að sjúkraflutningamenn sendi aðeins heilaslagssjúklinga á þessi sjúkrahús og þegar þeir gera það, að sjúkrahúsin geti boðið viðeigandi meðferðir á sem hagkvæmastan hátt.

Sjúklingarnir líta ekki oft á einkenni sín það alvarleg að þeir hringja á sjúkrabíl og biðja í mörgum tilvikum fyrst um hjálp frá vinum, vandamönnum eða heimilislæknum og er oft ekki ráðlagt að hringja í sjúkrabíl.

Við verðum þá að leysa úr tveimur vandamálum:

  1. Bæta þekkingu á algengustu einkennum slags
  2. Kenna almenningi að slag er neyðartilvik og að ef þessi einkenni gera vart við sig skal hringja á sjúkrabíl í stað þess að leita eftir aðstoð annars staðar frá.

Það er alls ekki auðvelt að framkvæma þetta. Veltu fyrir þér um stund að meðalaldur þeirra em fá slag er 70 ár. Þessi hópur fólks eyðir ekki tíma sínum á samfélagsmiðlum eða við að lesa læknisfræðileg blogg. Við vitum líka að við getum ekki aðeins frætt þau þar sem fyrstu viðbrögð þeirra eru að biðja um hjálp. Við verðum því einnig að fræða vini þeirra og vandamenn sem þau gætu leitað til þegar slag á sér stað.

Þegar við reyndum að átta okkur á því hvernig átti að leysa þetta vandamál fundum við félagslýðfræðileg gögn sem sýndu að allt að 50% af aldurshópnum sem við erum að reyna að fræða annast barnabörn sína að minnsta kosti tvisvar í viku. Þetta gæti stafað af því að báðir foreldrar sinna vinnu eða vegna þess að margar kynslóðir búa á sama heimili. Þetta veitti okkur hugmynd.

Hvað ef við notum barnabörnin sem leið til að fræða afa og ömmur þeira sem og vini og fjölskyldumeðlimi. Við skoðuðum hús afa og ömmu og áttuðum okkur á því að þau hafa mjög oft myndir og málverk frá barnabörnunum á veggjum sínum. Þetta er kannski ljótasta fingurmálverk sem málað hefur verið en þau eiga sér stað á veggnum vegna þess að þau eru tilfinningasöm. Það fékk okkur til að hugsa. Kannski getum við notað þetta og fengið krakkana til að gefa afa sínum og ömmu gjöf sem gæti frætt þau um slag og mun gera það til lengri tíma þar sem hún verður eins og hinar myndirnar á veggnum.

Það var auðveldara að eltast við foreldrana þar sem það eina sem við þurftum að gera var að finna leiðina fyrir börnin til að fá virkja fjölskyldur sínar til að fá þær til að fara á vefsíðu eða með því að koma með hluti heim sem þau lærðu í skólanum.

FAST Heroes verkefnið, sem nýlega var stutt af WSO, ætlar að takast á við þetta með fræðslu með teikimyndapersónum og aðalpersónunni Tómasi sem verður FAST hetja með því að læra hvernig sigra má hinn illa Tappa og bjarga lífi afa- og ömmuhetjum sinna.

Verkefnið var þróað í samstarfi við Department of Educational and Social Policy hjá háskólanum í Makedóníu. Um er að ræða herferð í skólum sem leggur áherslu á börn á aldrinum 5-8 ára og samanstendur það af ýmiss konar athöfnum sem snerta fjórar ofurhetjur. Athafnirnar fara fram á 5 vikum og kenna þær börnunum að þekkja helstu einkenni slags og meta mikilvægi þess að hringja á sjúkrabíl í 112 er grunur er um slag.

Krakkarnir fá síðan það markmið að fræða að minnsta kosti tvær afa- og ömmuhetjur. Í hverri viku í 5 vikur sérsníða börnin fræðsluskilaboðakort fyrir afa- og ömmuhetjur sínar tvær og er það póstlagt til þeirra við lok verkefnisins. Þegar afa- og ömmuhetjur fá það eru þau beðin um að setja þau á vegg eða ísskáp ásamt öllum myndunum sem þau eiga fyrir.

Til að fræða aðra fjölskyldumeðlimi fá börnin veggspjöld fyrir svefnherbergin sín og grímu sem þau geta leikið með heima. Við viljum að FAST hetjurnar okkar séu sýnilegar í húsunum og hvetjum foreldra til að taka þátt í skemmtuninni með því að biðja þá um að fara á netið einu sinni í viku til að horfa á myndböndin, svara nokkrum spurningum og hjálpa krökkunum að ljúka markmiði sínu.

Verkefnið var keyrt í tilraunaskyni í Grikklandi og niðurstöður okkar fyrstu innleiðingar sýndu mikið af glöðum börnum, stolta afa- og ömmur og foreldra sem höfðu bætt umtalsvert þekkingu sína á slagi.

Úrræði til notkunar í bekknum henta aldrinum og fela í sér námsefni eins og stuttar teiknimyndir, verkefni í kennslustofunni, FAST hetjulag og efni til að fara með heim til að koma skilaboðunum til skila. Á það heila veitir verkefnið fjölskyldum verkfæri með tvíhliða hlutverki. Stuðlað er að gæðatíma fjölskyldna saman og á sama tíma er þekking flutt varðandi slag með tilfallandi fræðslu.

Eitt af helstu aðdráttaröflum þessa verkefnis er hve auðvelt er fyrir alla þátttakendur að taka þátt. Kannski ertu læknir eða hjúkrunarfræðingur sem vinnur á sjúkrahúsi með viðeigandi meðferð við slagi og vilt ná til samfélagsins til að fá fleiri sjúklinga til að fara á rétt sjúkrahús tímanlega fyrir meðferð. Einnig gætirðu vitað af sjúkraflutningamanni sem hefur reynslu af því að vinna í skóollum eða kannski þekkir þú foreldri sem hefur lausan tíma eða jafnvel þolanda slags sem tengist Stroke Patient Support Organization. Allir geta orðið að sendiherra FAST hetjanna.

Það eina sem þú þarft að gera er að fara á vefsíðuna www.fastheroes.com og skrá þig sem sendiherra FAST hetjanna. Teymið mun veita þér allt sem þú þarft til innleiðingar í skólanum þínum, þar með talið það efni sem notað er í bekknum, vefsíðu sem foreldrarnir geta tekið þátt í og jafnvel þjálfunarefni og stuðning sem kemur þér af stað. Við viljum ekki bara hrinda verkefninu í framkvæmd í einum skóla eða á einum degi þó við viljum að þetta verði hluti af árlegri námskrá þeirra. Við erum því einnig að vinna að því að veita þér hugmyndir um hvernig eigi að gera herferðina sjálfbæra frá fjárhagslegu sjónarmiði með því að notast við sölu á varningi, fjáröflun o.fl.

Í dag er efni FAST hetjanna fáanlegt á staðfærðan máta (neyðarnúmer og tungumál) fyrir Rússland, Lettland, Slóvakíu, Ungverjaland, Búlgaríu, Grikkland, Ítalíu, Spánn, Portúgal, Þýskaland, Brasilíu, Kanada, Ísland, Suður-Afríku, Singapúr og Taívan. Við vonumst til að fjölga löndunum með auknum áhuga.

Hér hjá Angels Initiative trúum við á að styrkja fólk til að gera hvað sem það gerir betur, nú og inn í framtíðina. Rétt eins og við bjóðum upp á verkfæri til að hjálpa þér að bæta tíma fyrir meðferð þína eða kunnáttu þína við að lesa sneiðmynd, þá er herferð FAST hetjanna okkar lausn sem við bjóðum þér til að takast á við vandamálin sem fylgja þekkingu um slag.

Saman getum við breytt heiminum, með einni afa- og ömmuhetju í einu.

 

Næsta
Fyrra
X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software