Til baka
International Journal of Stroke
Alþjóðasamtök um slag (World Stroke Organization-WSO) styðja FAST-hetjurnar

Að þekkja merki um slag og fá skjótan aðgang að meðferð skiptir miklu máli við að bjarga lífum og bæta því hvernig þeim sem hafa fengið slag vegnar eftir slíkt. Vitneskja um FAST skilaboðin er kjarni heimsbaráttunnar gegn slagi og meðlima WSO um allan heim. Einn mikilvægur markhópur fyrir þessi skilaboð, og sá sem hefur venjulega ekki verið með í vitundarverkefnum, eru börn.

Þó að tíðni slags hjá börnum sé mun lægri en hjá fullorðnum þá er alþjóðleg hætta á slag nú 1 á móti 4. Ef börn fá grunnþekkingu um hvernig slag lítur út og hvað þau eiga að gera í neyðartilviki geta þau bjargað lífum.

Alþjóðasamtökin um slag samþykktu því nýlega FAST hetju verkefnið og munu starfa að því að framfylgja og meta þetta forskólaverkefni og hjálpa til við að finna bjargráð og verkefni fyrir samfélög um allan heim.

FAST Heroes verkefnið hefur sett sama fræðslu með teikimyndapersónum og aðalpersónunni Tómasi sem verður FAST hetja með því að læra hvernig sigra má hinn illa Tappa og bjarga afa- og ömmuhetjunum í lífi sínu (öfum og ömmum sínum). Úrræði til notkunar í bekknum henta aldrinum og fela í sér námsefni eins og stuttar teiknimyndir, verkefni í kennslustofunni og efni til að fara með heim til að koma skilaboðunum til skila. Einnig er boðið upp á hugmyndir til að hjálpa skólum og samfélögum að safna fé til að víkka þátttöku og gera áætlunina sjálfbærari til lengri tíma litið.

Michael Brainin, forseti WSO sagði þetta um samstarfið, „Við erum spennt að stýra þessu verkefni sem við vonum að muni ekki aðeins koma upplýsingum sem bjarga lífi til skila heldur einnig að hjálpa okkur að skilja hvernig hægt er að vinna betur með börnum til að styðja við víðtækari vitund samfélagsins um slag og FAST.“

Jan van der Merwe, verkefnastjóri fyrir Angels Initiative í Evrópu sem styður verkefni FAST hetjanna sagði eftirfarandi: „Síðan við hófum Angels Initiative áttuðum við okkur á því að það eru tvö stór mál sem einhvern veginn þarf að taka á. Það fyrsta er að sjúklingar koma of seint til meðferðar. Þetta getur stafað af rangri greiningu eða að ekki er litið nógu alvarlega á einkennin og farið með viðkomandi á sjúkrahús. Hitt stóra málið er að of margir sjúklingar fara til og eru síðan lagðir inn á sjúkrahús sem eru ekki „undirbúin fyrir slag“. Bæði þessi mistök leiða mjög oft til mun verri niðurstaðna eftir slag. Til að hjálpa við að leysa eitt af þessum málum studdi Angels Initiative Department of Educational and Social Policy hjá háskólanum í Makedóníu til að þróa verkefni FAST hetjanna.

Slag ógnar lífi og börn okkar og fjölskyldur þeirra geta gert sitt til að tryggja að við séum eins undirbúin og hægt er þegar slag á sér stað. Þetta gæti verið munurinn ekki aðeins á milli lífs og dauða heldur einnig á milli „lífs eins og við þekkjum það“ og lífs með varanlegri fötlun.“

Tilraunaverkefni FAST hetja fara fram í samstarfi við WSO-meðlimi í mörgum löndum, þar á meðal Brasilíu, Singapúr og Suður-Afríku. Hafðu samband við campaigns@world-stroke.org til að fá frekari upplýsingar um þátttöku í WSO verkefni FAST hetjanna

Næsta
Fyrra
TAKA ÞÁTT

UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software