Skilmálar fyrir skráningu skóla

Herferðin FAST hetjur 112 er ætluð til fræðslu almennings varðandi merki og einkenni slags og hvað gera eigi ef slag á sér stað. Mikilvægt er að undirstrika að herferðin FAST hetjur 112 felur ekki í sér hvata til að mæla með, fyrirskipa, kaupa, veita, selja eða gefa einhverja læknandi vöru eða lækningatæki.

Þetta kennsluverkerfni var þróað af mennta- og félagsmálasviði Makedóníuháskóla í Grikklandi og er fjármagnað af Angels Initiative. Angels Initiative er heilbrigðisverkefni, sem er ekki í kynningarskyni, sem hefur það að markmiði að bæta umönnun þeirra sem fá slag á um allan heim. Það er gert með því að hjálpa til við að setja upp ný sjúkrahús með slag-móttöku og auka gæði umönnunar hjá sjúkrahúsum sem sjá nú þegar um sjúklinga sem hafa fengið slag. Markmiðið er að allir sjúklingar sem fá slag fái aðgang að sömu umönnun, óháð því hvar í heiminum þeir eru. Angels Initiative er frumkvæði Boehringer Ingelheim International GmbH og nýtur það stuðnings Alþjóðasamtaka um slag (WSO), Evrópusamtaka um slag (ESO) og er samstarfsaðili Evrópubandalags um slag frumkvæðisins (Stroke Alliance For Europe-SAFE) og Medtronic. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.angels-initiative.com 

Ég skil að innleiðingarpakki fyrir FAST hetjur, þar á meðal allt prentað efni, getur undir ákveðnum kringumstæðum verið veittur án endurgjalds til skólans og barna sem taka þátt. Kostnaðurinn kann að falla undir styrki þriðja aðila til handa herferðar FAST hetja. 

Fjölskyldur barna sem taka þátt í skólanum eru hvattar til að skrá sig á vefsíðu fastheroes (http://www.fastheroes.com) til að samþykkja skilmálana og að þau taki einnig þátt í fræðsluferlinu. Herferðin FAST hetjur uppfyllir reglur um gagnaöryggi og persónuvernd GDPR í Evrópu. Herferðin FAST hetjur mun því aðeins hafa samband við þær fjölskyldur sem skrá sig á vefsíðunni og samþykkja að leyfa okkur að hafa samband síðar meir. Herferðin mun hafa samband eftir að verkefninu er lokið. 

Ég skil að engin aðgerð eða úrfelling af fulltrúum FAST hetja eða annars þriðja aðila notuð innan verkefnisins mun skapa skaðabótaábyrgð fyrir hönd Department of Education and Social Policy, University of Macedonia í garð Boehringer Ingelheim International GmbH eða annarrar stofnunar sem tekur þátt í herferðinni. Ég skil að ef skólinn minn ákveður að innleiða herferðina eða annan verkvang fer slíkt fram að eigin áhættu skólans og án skaðabótaábyrgðar University of Macedonia né stjórnenda hans, starfsmanna, samstarfsaðila, fulltrúa, birgja eða hlutdeildaraðila.

Ég ábyrgist hér með að ég hafi fullan rétt og vald til að gangast við þennan samning. 

X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software