Til baka
Smátt upphaf

Grikkland hóf samstarf við Angels Initiative með ekkert annað en fullt af ástríðu og sýn teymis sem samanstóð af heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum á menntasviði hjá Department of Educational and Social Policy hjá University of Macedonia. Teymi þarfnast nafns og markmið þessa teymis var að setja saman fræðsluhluta fyrir skóla og herferð FAST hetjanna. Þau kölluðu sig Super Grand League (SGL).

Angels Initiative hefur reynst árangursríkt hingað til með því að hjálpa læknasamfélaginu að bæta umönnun sjúklinga sem hafa fengið slag. Þau gera þetta með því að hjálpa til við stofnun nýrra sjúkrahúsa með viðeigandi meðferð við slagi á svæðum þar sem þörf er á. Þau hjálpa einnig núverandi sjúkrahúsum með viðeigandi meðferð við slagi við að bæta gæði umönnunar sinnar og vinna náið með sjúkrabílaþjónustunni til að bæta greiningu slags og til að tryggja að sjúklingar sem fá slag séu aðeins fluttir á viðeigandi sjúkrahús. Lokatakmark þeirra var að hefja kerfisbundið ferli við að fræða almenning til að geta greint algengustu einkenni slags og að hringja á sjúkrabíl þegar þau gera vart við sig. Þar sem sjúklingar sem hafa fengið slag eru yfirleitt eldri (meðalaldur er 70 ár) hafði teymið eftirfarandi framtíðarsýn að ljósi: „Að bjarga heiminum með einni afa- og ömmuhetju í einu“.

Til að láta þessa sýn verða að verulauka urðu börnin að skemmta sér, vera virk og læra eitthvað nýtt. Börnin urðu einnig að fá það markmið að fræða foreldra sína, afa og ömmur um það sem þau höfðu lært.

Þegar fimm vikna þróunarvinnunni var lokið var teymi SGL reiðubúið fyrir fyrstu prófraunina, að beina herferðinni að börnum!

Í desember árið 2018 bauð teymi SGL nokkrum foreldrum í prófanir með það að markmiði að prófa viðbrögð barnanna og fínstilla fræðsluhluta fimm vikna upplifunarinnar. Hér að neðan eru myndir sem sýna fyrstu FAST hetjurnar sem kennt var í þessum prófunum. Teymi SGL lærði margt, börnin skemmtu sér mjög vel og það sem skipti mestu málu voru þau spennt að segja foreldrunum frá öllu sem þau höfðu lært. Verkinu var lokið!

Fyrsti skólinn sem hóf innleiðingu í Þessaloníki var Anatolia High School. Það var alveg ótrúleg upplifun þar sem FAST hetjurnar voru opinberlega sendar af stað til að bjarga heiminum með einni afa- og ömmuhetju í einu. Barnasálfræðingnum á staðnum kom skemmtilega á óvart hve vel efnið var samsett og hve jákvætt börnin tóku í það.

Allt frá því hafa 383 börn og fjölskyldur í þremur borgum, Þessaloníki, Alexandroupolis og Aþenu, þjálfað ung börn og tekið að sér það markmið að fræða foreldra sína, afa og ömmur sem FAST hetjur.

Aðilar að hinu fyrsta FAST hetjuverkefni munu aldrei gleyma fyrstu augnablikunum þegar þetta frábæra verkefni fór af stað!

Prófanir á staðnum, Dept. of Educational and Social Policy, Univ. of Macedonia, Grikkland, desember 2018 og janúar 2019 (frá vinstri til hægri) Kalliopi Tsakpounidou (verkefnastjóri FAST hetja á Grikklandi), Vasilia Kountoura, Maria Goudira

 

Prófanir á staðnum, Dept. of Educational and Social Policy, Univ. of Macedonia, Grikkland (frá vinstri til hægri) Christianna Georgousopoulou, Alexandra Samarentsi, Magdalini Boutioni frá teymi Supergrand League

 

Frá vinstri til hægri) Paraskeuas Kilintzis, Socratis Psomiadis, Panagiotis Kountouras frá teymi Supergrand League

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

(Frá vinstri til hægri) Vasilia Kountoura, Freideriki Tselekidou, Maria Goudira úr Supergrand League Team

 

Leikskóli Anatolia College, janúar-febrúar 2019

 

(Frá vinstri til hægri) Eva Frances Coules (FAST 112 fulltrúi), Haris Kamariotis (sálfræðingur), Hariklia Proios, Elena Kota (leikskólastjóri Anatolia College), Jan van der Merwe (FAST 112 verkefnastjóri), Maria Baskini (samskiptastjóri), Freideriki Tselekidou (teymismeðlimur Super Grand League)

 

(Frá vinstri til hægri) Maria Akritidou (sálfræðingur), Hariklia Proios, Eva Frances Coules (FAST 112 fulltrúi), Elena Kota (leikskólastjóri Anatolia College), Kalliopi Tsakpounidou (verkefnastjóri FAST hetja á Grikklandi)

Næsta
Fyrra
X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink Web Software