UM FAST HETJUR
Markmið FASTHETJA er að fræða heiminn um einkenni og áhrif slags.

Vissir þú 

  1. að á hverjum 30 mínútum fær einstaklingur slag SEM HEFÐI VERIÐ HÆGT AÐ KOMA Í VEG FYRIR, deyr eða fær varanlega fötlun vegna þess að hann er meðhöndlaður á RÖNGU SJÚKRAHÚSI.
  2. að flestir sem fá slag missa af ákjósanlegastri meðferð því þeir KOMA OF SEINT Á SJÚKRAHÚSIÐ.
  3. að meðalaldur þeirra sem fá slag er í kringum 70 ÁRA ALDUR? Þetta eru ekki bara sjúklingar, þetta eru afar og ömmur, frænkur og frændur sem eiga að hafa jákvæð áhrif á líf barnanna okkar. Þetta er ekki bara barátta gegn því að fólk fái slag, þetta er barátta fyrir meiri tíma sem börnin okkar fá að eyða með afa-og/eða ömmuhetjunum sínum. 

SLAG gerist yfirleitt þegar blóðtappi stíflar slagæðina sem færir súrefni og næringarefni til heilans. Um leið og þetta gerist byrjar svæðið í heilanum sem þjónað er með þessum slagæðum að deyja. Þessi stigvaxandi frumudauði er það sem veldur einkennunum sem þú kannt að sjá, til dæmis: 

  • önnur hlið ANDLITSINS fer allt í einu að síga niður eða 
  • annar HANDLEGGURINN verður skyndilega máttlaus og/eða 
  • skyndilega verður erfitt að TALA

Þegar þetta gerist skiptir mestu máli að VERA RÓLEG/UR OG BREGÐAST FLJÓTT VIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ HRINGJA Í 112. Sjúkrabílaþjónustan mun fara með einstaklinginn sem grunur liggur á að hafi fengið slag á næsta sjúkrahús sem getur fjarlægt tappann og opnað slagæðina ef þörf er á til að takmarka frekari heilaskaða. Því hraðar sem þetta er gert, þeim mun meiri líkur eru á að sjúklingurinn jafni sig að fullu. 

Á sama máta og við myndum aldrei fara með mömmu sem er að fara að fæða barn á augnspítala ættum við aðeins að fara með einstaklinga sem grunur er á að hafi fengið slag á sjúkrahús sem eru „undirbúin fyrir slag“. 

Ekki eru öll sjúkrahús skipulögð og útbúin til að meðhöndla einstaklinga sem hafa fengið slag. Ekki er hægt að ætlast til þess að almenningur viti hvaða sjúkrahús eru „undirbúin fyrir slag“ og þess vegna er best að hringja í 112. Neyðarþjónustan er þjálfuð í að vita hvenær grunur er á slagi. 

Það er markmið FAST HETJA er að fræða heiminn um einkenni slags og hvernig hægt er að bjarga lífi með því að hringja í 112 í stað þess að leita hjálpar annars staðar. 

Við trúum því að allir, ungir og gamlir, ættu að vita hver hinn illi Tappi er, af hverju hann er svona hættulegur og hvernig best er að berjast gegn honum. Vefsíðan hefur verið hönnuð til fræðslu og skemmtunar en á að kenna fjölskyldum á sama tíma hver einkenni slags eru með því að tengja þau neyðarnúmeri ESB 112 og hvernig bregðast eigi við ef einkennin gera vart við sig.

Úrræði
Ef þú vilt dreifa sögu og fræðslu fyrir FAST hetjur. Endilega óskaðu eftir öllum verkfærum sem við höfum búið til og deildu þeim með þeim sem eru í kringum þig.
Deila
Því fleiri FAST hetjur sem við getum skapað, því betra. Deildu sögu okkar með vinum þínum og fjölskyldu og hjálpaðu okkar að skapa heim sem er fullur af hetjum.
X
UM OKKUR

VIÐ KYNNUM HETJURNAR

FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMKVÆMD 

SAMFÉLAG

SAMFÉLAGSMIÐLAR
<
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink OneLink Software