FAST hetjur, verðlaunað heilsufræðsluátak, hefur unnið titil hjá Heimsmetabók Guinness eftir tilraunina að búa til stærsta myndaalbúm á netinu af fólki sem klæðist ofurhetjubúningum.
Fyrir mettilraunina sem gerð var til að fagna byrjun átaksins, voru þátttakendur beðnir um að hlaða upp mynd af sjálfum sér með ofurhetjugrímubúning í gegnum myndaklefa á netinu. Samtals voru 20.350 einstakar myndir sendar inn, með börnum, foreldrum og öfum og ömmum sem deildu „ofurhetju sjálfsmyndum“ frá öllum heiminum. Fólk frá 20 löndum voru með, sem hjálpaði til við að búa til frábært safn af myndum.
Með ofurhetjuþema, eru FAST hetjurnar verðlaunað átak, sem ætlað var börnum á aldrinum 5 til 9, sem leitast við að bæta skilning á einkennum slags (heilablóðfalls), sem og nauðsyn þess að hringja strax á sjúkrabíl ef grunur leikur á um slag (heilablóðfall). Átakið nýtir ótrúlegan ákafa barna til að læra og deila með sér, hvetur þau til að deila með sér af þekkingu sinni til fjölskyldunnar, sérstaklega til ömmu og afa. Með tilfallandi námi verða fjölskyldur og samfélög meðvitaðri og betur undirbúin ef slag (heilablóðfall) kemur upp.
Jan Van Der Merwe frá Angels Initiative, sem leiðir FAST hetju átakið sagði: „Að ná svo glæsilegum titli eins og HEIMSMETI GUINNESS er frábær leið til að sýna mikla þátttöku og þann stuðning sem FAST hetju átakið hefur fengið víðsvegar um heiminn. Við erum ánægð að fleiri en 150.000 börn hafa tekið þátt í gegnum skólann sinn hingað til og hjálpað við að miðla lífsbjargandi kunnáttu til fjölskyldu sinnar.“
Taugalækningaprófessorinn og tilvonandi forseti World Stroke Organization, Sheila Martins, sem hefur stutt og staðið við bakið á FAST hetju átakinu sagði: „Fjórða hvert okkar mun fá slag (heilablóðfall) á lífsleiðinni, þannig að þetta er áríðandi málefni sem snertir mörg okkar. Á heimsvísu er slag (heilablóðfall) önnur algengasta dánarorsökin og þriðja algengasta orsök örorku. Hins vegar er mögulegt að meðhöndla slag (heilablóðfall). Fólk sem fær slag (heilablóðfall) þarf aðgang að hágæða bráðaþjónustu eins fljótt og auðið er og því er mikilvægt að auka meðvitund um helstu einkennin. Börn geta hjálpað til við að gera raunverulegan mun með því að vekja áhuga hjá fjölskyldunni. Markmiðið er að hjálpa til við að tryggja að þegar slag (heilablóðfall) á sér stað geta foreldrar okkar og afar og ömmur lifað af ósnortið þökk sé árangursríkri og skjótri meðferð.“
Í kjölfar velgengni HEIMSMETABÓK GUINNESS titilsins, kemur FAST hetju átakið að halda áfram að fá til liðs við sig nýja kennara og skóla til að vinna að því að fræða milljón börn um allan heim um slag (heilablóðfall).