EINFALT ATRIÐI GETUR
BJARGAÐ MANNSLÍFI
Eitt af hverjum fjórum okkar mun fá slag einhverntíman á lífsleiðinni. Því miður lætur fólk lífið á hverjum degi vegna þess að það þekkir ekki einkenni slags og bregst því ekki nógu skjótt við. Með stuðningi þínum getum við breytt þessu. Með því að fræða ung börn í gegnum FAST hetjurnar og fá þau svo til að miðla þekkingunni til heldri hetjanna sinna; ömmu og afa, veitum við heilu fjölskyldunum þekkingu sem getur bjargað mannslífum.

Framlag til Heldri hetjusjóðsins styrkir ekki bara fræðslu - heldur stuðlar það einnig að því að bjarga mannslífum.

Framlag til sjóðsins getur veitt fjölskyldum meiri tíma saman - tíma til skiptast á sögum, fagna saman tímamótum og skapa minningar. Ímyndaðu þér gleðina sem það getur veitt þér að ljá svona einstöku verkefni lið!

UM OKKUR
MARKMIÐ
Við munum ekki hætta fyrr en fjölskyldur um allan heim geta talið upp fleiri slageinkenni en risaeðlutegundir.
SAGA
Verkefnið var fyrst prófað Grikklandi árið 2019 en það hóf svo formlega göngu sína árið 2021 og hefur verið í stöðugum vexti síðan. Verkefnið hefur nú þegar verið innleitt í þúsundir skóla um allan heim. Heldri hetjusjóðurinn hefur nú verið settur á laggirnar til að styrkja FAST hetju verkefnið. Það er markmið okkar að Heldri hetjusjóðurinn verði sjálfbær eining sem muni styðja við takmarkið okkar.
ÁHRIF
Hundruðir þúsunda fjölskyldna eru nú þegar orðnar FAST hetjur. Vegna þeirra hefur sprottið fram fjöldinn allur af sögum um hetjudáð þar sem FAST hetjur björguðu mannslífum. Ímyndaðu þér öll faðmlögin, sögurnar fyrir svefninn, útivistardagana og næturgistingarnar sem hafa orðið til vegna þeirra. Rannsóknir sýna fram á það að þekkingin sem börnin hljóta í FAST hetju verkefninu skilar sér frá þeim til fjölskyldna þeirra. Lestu meira hér.
AF HVERJU AÐ STYÐJA VERKEFNIÐ?
Þegar þú styður FAST hetjurnar gefur þú fjölskyldum aukinn tíma saman, það er ómetanleg gjöf - aukinn tíma til að hlæja, fagna og búa til minningar sem annars gætu glatast.
AF HVERJU AÐ STYÐJA VERKEFNIÐ?
Þegar þú styður FAST hetjurnar gefur þú fjölskyldum aukinn tíma saman, það er ómetanleg gjöf - aukinn tíma til að hlæja, fagna og búa til minningar sem annars gætu glatast.
SÖGUR AF BJÖRGUN MANNSLÍFA

Ninka – Slóvakíu
Ninka lærði um einkenni slags í gegnum FAST hetjurnar og deildi þekkingunni. með ömmu sinni. Sú þekking kom sér vel og amma hennar þekkti einkennin þegar afi hennar fékk slag. Það leiddi til skjótra viðbragða sem að endingu bjargaði lífi hans. Skömmu síðar fór afi hennar að sýna merki um slag. Amma Niku þekkti einkennin hafði sagt henni frá og sýnt henni plakatinu sem hún gaf henni. Það gerði það að verkum að afi hennar fékk þá læknishjálp sem hann þurfti á að halda tímanlega og það tókst að bjarga lífi hans.
Cesar – Spánn
Það hversu fljótur Cesar var að greina einkenni slags hjá ömmu sinni gerði það að verkum að hægt var að koma henni undir læknishendur í tæka tíð og þannig koma í veg fyrir alvarlegri afleiðingar slagsins. Cesar hafði lært um einkenni um slag tveimur árum áður í FAST hetju verkefninu. Einn daginn varð amma hans þvoglumælt og andlit hennar fór að síga öðru megin - það eru dæmigerðar vísbendingar um slag. Cesar mundi það sem hann hafði lært í skólanum og gerði fjölskyldu sinni strax viðvart, sem tryggði það að amma hans gat fengið bráða læknisaðstoð án tafar. Snemmbúin greining og skjót viðbrögð hans skiptu sköpum í að fyrirbyggja að afleiðingar slagsins urðu ekki enn alvarlegri.
Olga - Úkraína
Það er því að þakka hversu fjót Olga var að greina einkenni slags að amma hennar náði fullum bata eftir slag á aðeins sex dögum. Hún komst fljótt undir læknishendur af því að Olga vissi hvað var að gerast og að það ætti að hringja strax á sjúkrabíl. Olga tók eftir því að amma hennar hagaði sér undarlega einn morguninn og áttaði sig á því að hún væri að fá slag. Hún hafði lært einkennin slags og hvernig ætti að bregðast við þeim í FAST hetju verkefninu í skólanum. Án þess að hika gerði Olga foreldrum sínum viðvart og þau komu ömmu hennar strax á sjúkrahús. Þökk sé skjótum viðbrögðum Olgu, fékk amma hennar fljótt læknisaðstoð og hún náði sér fljótt. Amma Olgu er henni afar þakklát fyrir hafa brugðist svona skjótt við.
HVERNIG ER HÆGT AÐ STYÐJA VIÐ VERKEFNIÐ?
Stuðningur við FAST hetjurnar með framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum eða með arfleiðargjöfum til Heldri hetjusjóðsins getur skipt sköpum. Hvert og eitt fjárframlag hjálpar okkur að auka þekkingu barna, þekkingu sem börnin deila svo með sínum heldri hetjum. Svona getum við kennt heilu fjölskyldunum einkenni slags og hvernig skuli bregðast við þegar þeirra verður vart.

Sama hversu stórt eða lítið þitt framlag er þá skiptir það okkur máli og mun bæði bjarga mannslífum og gefa fjölskyldum meiri tíma saman.
EINSTAKLINGAR
Með fjárframlagi getur þú haft bein áhrif á líf annarra.
FREKARI UPPLÝSINGAR
FYRIRTÆKI
Framlög frá fyrirtækjum eru bæði þýðngarmikil fyrir okkur og auka samfélagslega ábyrð þína.
FREKARI UPPLÝSINGAR
ERFÐAGJAFIR
Erfðagjafir eru falleg leið sem getur haft góð og varanleg áhrif á komandi kynslóðir.
FREKARI UPPLÝSINGAR


HVERNIG ER HÆGT AÐ STYÐJA VIÐ VERKEFNIÐ: EINSTAKLINGAR
Það eru ýmsar leiðir í boði fyrir einstaklinga sem vilja styrkja FAST hetjurnar og hafa þannig raunveruleg áhrif. Ein áhrifamesta leiðin er að skipuleggja eða taka þátt í viðburði sem vekur áhuga á málefninu eða fjáröflun til styrktar FAST hetjunum.
Þú getur skipulagt þinn eigin viðburð eða komið af stað sjóði þar sem fólk getur gefið framlag til Heldri hetjusjóðsins í stað gjafa við hin ýmsu tilefni, svo sem afmæla, brúðkaupa eða jóla. Svona getur þú og fólkið í kringum þig styrkt gott málefni og notið góðra tilefna á sama tíma!
Þú gætir líka heiðrað ástvini með því að safna framlögum í minningu þeirra og þannig hjálpað okkur að bjarga mannslífum. Öll framlög, bæði stór og smá, skipta máli og hjálpa okkur að skapa bjartari framtíð. Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með einhverjar spurningar!
  SKOÐA LEIÐIR TIL AÐ: 
HVERNIG ER HÆGT AÐ STYÐJA VIÐ VERKEFNIÐ: FYRIRTÆKI
EFLDU ÁHRIF ÞÍN Í GEGNUM MÓTFRAMLÖG
Hjá FAST hetjum trúum við því að samstarf ýti undir nýsköpun og velgengni í samfélaginu. Með samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem starfa á líku sviði og við sjálf og hafa áþekk markmið getum við eflt okkur og aukið verðmæti samfélagsins.
ÞAR SEM OKKUR HEFUR TEKIST AÐ AUKA ÁHRIF:
Árangursríkt samstarf er hornsteinn nýsköpunar og vaxtar í nútímasamfélagi. Við getum stuðlað að gagnkvæmum árangri með samstarfi sem styrkir Heldri hetjusjóðinn og uppfyllir á sama tíma markmið þín um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
AF HVERJU AÐ STARFA MEÐ FAST HETJUNUM?
Við samræmum okkar markmið að þínum markmiðum og munum upplýsa þig um mælanleg áhrif verkefnisins á ábyrgan hátt.
SAMEIGINLEG SÝN:
Við samræmum okkar markmið að ykkar markmiðum og náum þannig mælanlegum árangri sem skiptir máli.
NÝSKÖPUN OG SÉRÞEKKING:
Í sameiningu komum við með nýjar lausnir á flóknum áskorunum.
SAMEIGINLEGUR VÖXTUR:
Heldri hetjusjóðurinn getur stuðlað að gagnkvæmum vexti sem styður við rekstur á ýmsa vegu:

  • Bætt ímynd vörumerkisins: Samstarf við okkur getur bætt ímynd þína og sýnt þínum viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum að fyrirtækið stuðli að samfélagslegri ábyrgð.

  • Aukin viðskiptavild: Neytendur eru líklegri til að styðja fyrirtæki sem gefa til baka til samfélagsins. Þetta getur leitt til aukinnar viðskiptavildar og hugsanlega meiri sölu og hagnaðar.

  • Hvatning til starfsfólks: Samstarf við góðgerðarsamtök getur stuðlað að bættum starfsanda og haft hvetjandi áhrif á starfsfólk. Starfsfólk er gjarnan stolt af því að vinna fyrir fyrirtæki sem styður mikilvæg og þörf málefni.

  • Tækifæri til tengslamyndunar: Samstarf við góðgerðarstofnanir getur opnað dyr að nýjum viðskiptatengslum og -tækifærum. Þetta getur leitt til samstarfs við önnur samtök sem deila þinni sýn.

  • Jákvæð fjölmiðlaumfjöllun: Stuðningur við góðgerðarsamtök getur stuðlað að jákvæðri fjölmiðlaumfjöllun, aukið sýnileika og bætt orðspor fyrirtækisins.

SAMFÉLAGSLEGAR ÁHERSLUR:
Með því að vinna saman getum boðið upp á fyrsta flokks kennslu sem skilar sér til samfélagsins.
HVATNING TIL STARFSFÓLKS
Ef þú hvetur þitt starfsfólk til þess að styrkja FAST hetjurnar eflir þú vinnustaðarmenningu sem einkennist af örlæti og öflugum starfsanda. Hvatningin getur til dæmis falist í mótframlagi eða tækifærum til sjálfboðastarfs tengdu verkefninu. Með slíkri hvatningu getur þú sýnt fram á að fyrirtækið þitt hafi skuldbundið sig til þess að gefa til samfélagsins.
MÓTFRAMLAG
Auktu áhrif góðgerðarstarfsemi þinnar í gegnum mótframlag. Með mótframlagi tvöfaldar þú ekki einungis fjárframlög til FAST hetjanna heldur hvetur þú einnig þitt starfsfólk til þátttöku og eykur samfélagslegaábyrgð fyrirtækisins.
HVERNIG ER HÆGT AÐ STYÐJA VIÐ VERKEFNIÐ: ERFÐAGJAFIR
Ef þú ákveður að gefa erfðagjöf til Heldri hetjusjóðsins tryggir þú að aðrar ömmur og afar geti varið fleiri gæðastundum með barnabörnunum sínum.

Slíkar gjafir geta haft mikil áhrif á starf okkar og hjálpa okkur að halda áfram að fræða börn um allan heim um einkenni slags og hvernig skuli bregðast við þegar þeirra verður vart.

Að auki geta erfðagjafir til góðgerðarmála falið í sér skattafríðindi sem mögulega lækka erfðafjárskatti á dánarbú. Með því að setja gjöf til góðgerðarmála í erfðaskrá þína tryggir þú að gildi þín og örlæti lifi áfram og stuðlar að mikilvægum breytingum í lífi annarra í framtíðinni.

Ef þú hefur fengið slag og vilt vita meira um þennan hluta sjóðsins skaltu endilega hafa samband.
AÐRIR GAGNLEGIR TENGLAR
Íslenska
Ísland
Íslenska
Ísland
Sjálfvalið
Argentína
Ástralía
Brasilía
Búlgaría
Kanada
Chile
Kólumbía
Króatía
Tékkland
Ekvador
Þýskaland
Grikkland
Ungverjaland
Ítalía
Kasakstan (rússneska)
Kasakstan (kasaska)
Kyrgistan
Litháen
Lettland
Malasía
Mexíkó
Moldóva
Perú
Pólland
Portúgal
Rúmenía
Singapúr
Slóvakía
Suður-Afríka
Spánn (spænska)
Spánn (katalónska)
Bretland
Úkraína
Úsbekistan
Bandaríkin
X
UM OKKUR

AF HVERJU AÐ STYÐJA ÁTAKIÐ

HVERNIG ER HÆGT AÐ STYÐJA VIÐ VERKEFNIÐ?

Aftur á aðalsíðu

SAMFÉLAGSMIÐLAR
HLEÐUR
Loka
Smella til að spila
Loka
HLEÐUR
Loka
Smella til að spila
Loka
HLEÐUR
Loka
Smella til að spila
Loka
HLEÐUR
Loka
Smella til að spila
Loka
VARA KEYPT!
EKKI NÆG INNISTÆÐA!
EKKI NÆGIR DEMANTAR!
Powered by Translations.com GlobalLink Web Software